Ég hef alltaf verið hestasjúk. Þegar ég var barn var ekkert sem heillaði mig meira en hestreiðar.
Þegar ég var fjögurra ára byrjaði ég fyrst í fimleikum á stökkvandi hesti (e. equestrian vaulting) og síðan í reiðtímum.
Ástríða mín fyrir hestum jókst sífellt og ég byrjaði að takast á við nýjar áskoranir: tamningu unghesta. Það er ákaflega gefandi upplifun að byrja að vinna með ungum hesti. Einstök tengslin sem skapast við hestinn eru ólík öllum öðrum samböndum. Verkefnið er alls ekki auðvelt viðeignar en það er þar sem grunnurinn er lagður að ævilöngu, gefandi sambandi.
Ég hef aldrei hætt að bæta við kunnáttu mína og hef lært hjá þekktum atvinnutamningameisturum frá Íslandi, Þýskalandi og Portúgal. Hver einasti hestur er einstakur og maður mætir sífellt nýjum áskorunum!
IPZV Reitabzeichen Bronze, Silber (Reiðvottun, Þýskaland)
FN Longenführer (Vottun í vinnu við hendi, Þýskaland)
IPZV Basispass, Sachkundenachweis Pferdehaltung (Umönnun hesta, Þýskaland)
IPZV Trainer Einführung (Þjálfaravottun, Þýskaland)
Knapamerki I-V (íslensk reiðstig)
Sjúkraþjálfun og skekkjulækningar hesta (GPZ-Sonnhof, Þýskaland)