Stefna KP hesta er að hjálpa þér og íslenska hestinum þínum að rækta heilbrigt reiðsamband sem einkennist af jafnvægi og styrk.
Við notumst við síþjálfun og -kennslu til að viðhalda bæði líkamlegri heilsu og andlegu jafnvægi hestsins, sem auðveldar þínum þarfasta þjóni að vera þér áreiðanlegur félagi í öllum aðstæðum.
Sjúkraþjálfunar- og skekkjulækningameðferðir okkar hjálpa hestinum þínum að ná auknum sveigjanleika og hreyfigetu og draga úr vöðvaspennu og stífleika, ekki aðeins ef hann glímir við ákveðinn kvilla heldur einnig til að viðhalda frammistöðu hans og koma í veg fyrir að vandamál skjóti rótum í framtíðinni.
Við trúum því að hestar nái mestum árangri þegar þeir eru lausir við sársauka og líður sem best. Saman vinnum við að því að koma hestum í jafnvægi, hjálpum þeim að bera sig og meðhöndlum stífleika og óþægindi til þess að auka líkamlegt jafnvægi hans.